top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Opið mót í gæðingalist í Spretti - tilvalið að æfa sig

Haldið verður opið æfingamót í gæðingalist laugardaginn 18. mars nk. í Samskipahöllinni í Spretti. Stefnt er að byrja keppni um kl. 14:30 eða 15:00 á laugardegi, fer eftir fjölda skráninga.


Mótið er æfingamót, það verða tveir virkir gæðingalistardómarar sem gefa einkunnir og umsögn sem keppendur fá svo sendar til sín í tölvupósti. Engin úrslit riðin, bara forkeppni.


Hægt er að skrá til keppni í öllum flokkum – fullorðinsflokk, ungmennaflokk, unglingaflokk og barnaflokk. Miðað er við 2. stig gæðingalistar, sem er sama stig og við keppum í í MLÆ. ATH! nauðsynlegt er að senda inn eyðublað með æfingum í síðasta lagi föstudaginn 17.mars kl. 22:00 á fraedslunefnd@sprettarar.is. Eyðublaðið er að finna hér:



Mótið er opið öllum og er frábært tækifæri til þess að prófa sig áfram í þessari spennandi keppnisgrein.


Skráning fer fram á sportfengur.com og er opin til miðnættis á föstudag. Skráningargjald er 2500 kr.


Ráslistar og dagskrá birtast á laugardagsmorgun í LH kappa. Áætlað er að keppni hefjist um 14:30 eða 15:00 á laugardag. Nánari upplýsingar á fraedslunefnd@sprettarar.is

44 views0 comments

Comments


bottom of page