top of page
  • White Facebook Icon

Sýnikennsla 1. febrúar

  • Writer: Hilda Karen
    Hilda Karen
  • Jan 30, 2020
  • 1 min read

Það er komið að fyrstu sýnikennslunni okkar á nýju ári en Þórdís Erla Gunnarsdóttir reiðkennari, hrossaræktandi, tamningamaður og sýnandi ætlar að bjóða okkur heim á Grænhól í Ölfusi.


Við höfum reyndar fengið annað heimboð á svipuðum slóðum og ætlum að byrja þar. Það er á Sunnuhvoli í Ölfusi og þar munum við halda fund með dómurum og fara yfir ýmsar nytsamlegar upplýsingar fyrir keppnina í fjórganginum þann 9. feb. Síðan bjóðum við upp á léttar veitingar áður en við færum okkur örlítið um set vestur á Grænhól og fáum topp sýnikennslu í reiðhöllinni þar.


Sem sagt:

- Kl. 12:00 Dómarar fara yfir málin í hesthúsinu á Sunnuhvoli

- Kl. 13:00 Léttar veitingar

- Kl, 14:00 Sýnikennsla Þórdísar Erlu í reiðhöllinni á Grænhóli


Sjáumst gríðarlega hress & peppuð á laugardaginn!

Stjórnin

 
 
 

Commentaires


© 2020 Meistaradeild Liflands og æskunnar. Allur réttur áskilinn.  Hafðu samband við okkur!

bottom of page