top of page
Writer's pictureHilda Karen

Sigurður Baldur sigurvegari Hjarðartúnstöltsins

Keppt var í tölti í dag, 21. mars í Meistaradeild Líflands og æskunnar og bar það nafnið "Hjarðartúnstöltið" þar sem hrossaræktarbúið Hjarðartún styrkti mótið. Mótið fór að venju fram í TM-höllinni í Víðidal.

Eftir forkeppnina voru tveir knapar jafnir og efstir með 6,93. Það voru þau Kolbrún Katla Halldórsdóttir á Sigurrósu frá Söðulsholti og Sigurður Baldur Ríkharðsson á Auðdísi frá Traðalandi. Í heildina var keppnin jöfn og mjótt var á munum milli sæta.


Efstur inn í B-úrslitin komu þrír knapar jafnir með 6,50. Það voru þau Sigurður Steingrímsson á Eik frá Sælukoti, Hrund Ásbjörnsdóttir á Rektori frá Melabergi og Sigurbjörg Helgadóttir á Elvu frá Auðsholtshjáleigu. Eftir harða keppni vann Sigurður úrslitin með nokkrum mun.



Lið Top Reiter var stigahæst í töltinu í dag. F.v.: Ragnar Bjarki, Hulda María, Sigurður Baldur og Signý Sól. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson.


Í A-úrslitum voru þrír knapar úr liði Top Reiter, enda fóru leikar þannig að þau urðu stigahæst í dag með 87 stig. Það var mál manna að úrslitin hefðu verið gríðarsterk og vel riðin og má sjá á öllum tölum hversu litlu munaði. Að lokum stóð Sigurður Baldur efstur á Auðdísi með 7,29, önnur varð Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Garpi frá Skúfslæk með 7,.22 og þriðja varð Signý Sól Snorradóttir á Rafni frá Melabergi með 7,17. Öll keppa þau fyrir lið Top Reiter.


Forkeppni

Sæti Knapi Hross Lið Einkunn

1-2 Sigurður Baldur Ríkharðsson Auðdís frá Traðarlandi Top Reiter 6,93

1-2 Kolbrún Katla Halldórsdóttir Sigurrós frá Söðulsholti Icewear 6,93

3 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Garpur frá Skúfslæk Top Reiter 6,80

4 Signý Sól Snorradóttir Rafn frá Melabergi Top Reiter 6,73

5 Matthías Sigurðsson Drottning frá Íbishóli Ganghestar / Hamarsey 6,63

6-8 Sigurður Steingrímsson Eik frá Sælukoti Fisk Mos 6,50

6-8 Hrund Ásbjörnsdóttir Rektor frá Melabergi Byko Selfoss 6,50

6-8 Sigurbjörg Helgadóttir Elva frá Auðsholtshjáleigu Helgatún/Fákafar 6,50

9-10 Benedikt Ólafsson Rökkvi frá Ólafshaga Hrímnir 6,43

9-10 Védís Huld Sigurðardóttir Dökkvi frá Ingólfshvoli Hrímnir 6,43

11 Hekla Rán Hannesdóttir Þoka frá Hamarsey Ganghestar / Hamarsey 6,40

12 Ragnar Snær Viðarsson Rauðka frá Ketilsstöðum Hrímnir 6,37

13 Guðný Dís Jónsdóttir Roði frá Margrétarhofi Hofsstaðir/Sindrastaðir 6,33

14-17 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir Saga frá Dalsholti Hofsstaðir/Sindrastaðir 6,27

14-17 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Daníel frá Vatnsleysu Hofsstaðir/Sindrastaðir 6,27

14-17 Eva Kærnested Bragur frá Steinnesi Hrímnir 6,27

14-17 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Polka frá Tvennu Top Reiter 6,27

18-19 Elva Rún Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ Hofsstaðir/Sindrastaðir 6,20

18-19 Kristján Árni Birgisson Viðar frá Eikarbrekku Fisk Mos 6,20

20-21 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti Sportfákar/Fákaland Export 6,13

20-21 Anna María Bjarnadóttir Tónn frá Hjarðartúni Helgatún/Fákafar 6,13

22-23 Dagur Sigurðarson Fold frá Jaðri Nettó 5,93

22-23 Viktoría Von Ragnarsdóttir Nemi frá Grafarkoti Byko Selfoss 5,93

24 Lilja Dögg Ágústsdóttir Sólborg frá Sigurvöllum SS búvörur 5,80

25-28 Kolbrún Sif Sindradóttir Bylur frá Kirkjubæ Icewear 5,77

25-28 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir Ísó frá Grafarkoti SS búvörur 5,77

25-28 Sara Dís Snorradóttir Gustur frá Stykkishólmi Sportfákar/Fákaland Export 5,77

25-28 Selma Leifsdóttir Dímon frá Laugarbökkum Ganghestar / Hamarsey 5,77

29-30 Natalía Rán Leonsdóttir Stjörnunótt frá Litlu-Gröf Nettó 5,73

29-30 Hildur Dís Árnadóttir Embla frá Þjóðólfshaga 1 SS búvörur 5,73

31-32 Sigrún Helga Halldórsdóttir Gefjun frá Bjargshóli Sportfákar/Fákaland Export 5,70

31-32 Jón Ársæll Bergmann Diljá frá Bakkakoti Ganghestar / Hamarsey 5,70

33 Friðrik Snær Friðriksson Ísafold frá Kirkjubæ Nettó 5,67

34 Eydís Ósk Sævarsdóttir Heiða frá Skúmsstöðum Helgatún/Fákafar 5,57

35-37 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Þytur frá Stykkishólmi Icewear 5,50

35-37 Herdís Björg Jóhannsdóttir Snillingur frá Sólheimum SS búvörur 5,50

35-37 Þórey Þula Helgadóttir Bragur frá Túnsbergi Helgatún/Fákafar 5,50

38 Kristín Karlsdóttir Ómur frá Brimilsvöllum Icewear 5,47

39 Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir Komma frá Traðarlandi Sportfákar/Fákaland Export 5,43

40 Sölvi Þór Oddrúnarson Trausti frá Glæsibæ Nettó 5,37

41 Arndís Ólafsdóttir Dáð frá Jórvík 1 Byko Selfoss 5,30

42 Oddur Carl Arason Hlynur frá Húsafelli Fisk Mos 4,97

43 Hrefna Sif Jónasdóttir Hrund frá Hrafnsholti Byko Selfoss 3,70

44 Sveinn Sölvi Petersen Askja frá Ármóti Fisk Mos 3,63

B úrslit

Sæti Knapi Hross Lið Einkunn

6 Sigurður Steingrímsson Eik frá Sælukoti Fisk Mos 6,94

7 Benedikt Ólafsson Rökkvi frá Ólafshaga Hrímnir 6,72

8 Hrund Ásbjörnsdóttir Rektor frá Melabergi Byko Selfoss 6,61

9 Védís Huld Sigurðardóttir Dökkvi frá Ingólfshvoli Hrímnir 6,56

10 Sigurbjörg Helgadóttir Elva frá Auðsholtshjáleigu Helgatún/Fákafar 6,44

A úrslit

Sæti Knapi Hross Lið Einkunn

1 Sigurður Baldur Ríkharðsson Auðdís frá Traðarlandi Top Reiter 7,28

2 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Garpur frá Skúfslæk Top Reiter 7,22

3 Signý Sól Snorradóttir Rafn frá Melabergi Top Reiter 7,17

4 Kolbrún Katla Halldórsdóttir Sigurrós frá Söðulsholti Icewear 7,11

5 Matthías Sigurðsson Drottning frá Íbishóli Ganghestar / Hamarsey 6,94








107 views0 comments

Komentáře


bottom of page