top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Svandís vann Útilífstöltið á Fjöður

Töltkeppnin var sérlega sterk og jöfn í deildinni okkar í dag. Allir þeir fimm sem náðu inn í A-úrslit voru með sömu einkunn, 7,00. Þetta voru Dagur Sigurðsson á Garúnu frá Þjóðólfshaga, Kolbrún Sif Sindradóttir á Hallsteini frá Hólum, Matthías Sigurðsson á Dýra frá Hrafnkelsstöðum, Guðný Dís Jónsdóttir á Straumi frá Hofsstöðum og Svandís Aitken Sævarsdóttir á Fjöður frá Hrísakoti.A-úrslitaknapar: f.v. Matthías, Dagur, Kolbrún Sif, Guðný Dís og Svandís.


Eftir gríðarlega spennandi úrslit fór að lokum svo að Svandís á Fjöður hafði sigur með 7,61 í einkunn. Önnur varð Guðný Dís á Straumi með 7,39 í einkunn og jöfn í þriðja til fjórða sæti Kolbrún Sif á Hallsteini og Dagur á Garúnu með 7,28 í einkunn. Matthías endaði í fimmta sæti á Dýra með 7,17 í einkunn. Heildarniðurstöður mótsins er hægt að sjá hér fyrir neðan:


B-úrslitaknapar f.v.: Eydís Ósk, Sara Dís, Ragnar Bjarki, Ragnar Snær og Elva Rún.


B-úrslitin voru ekki síður spennandi og lokaniðurstaðan varð sú að þau Elva Rún Jónsdóttir á Flugu og Ragnar Snær Viðarsson á Ása urðu jöfn í 6.-7. sæti með 7,17. Skammt undan í 8, sæti varð Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson á Polku með 7,00 og í 9.-10. sæti urðu þær Sara Dís Snorradóttir á Aris og Eydís Ósk Sævarsdóttir á Heiðu jafnar mðe 6,50.Stigahæsta liðið í töltinu, lið Hofsstaða/Ellerts Skúlasonar ehf.


Stigahæsta liðið í töltinu varð Team Hofsstaðir/Ellert Skúlason ehf. Í því liði voru þær Svandís og Guðný Dís í A-úrslitum og Elva Rún í B-úrslitum og Helena Rán í 14. sæti eftir forkeppni. Frábær árangur þetta!

Tölt T1 - A úrslit Sæti Knapi Hross Einkunn 1 Svandís Aitken Sævarsdóttir Fjöður frá Hrísakoti 7,61 - Hofsstaðir/Ellert Skúlason ehf. 2 Guðný Dís Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,39 - Hofsstaðir/Ellert Skúlason ehf. 3-4 Kolbrún Sif Sindradóttir Hallsteinn frá Hólum 7,28 - Hestaval/Icewear 3-4 Dagur Sigurðarson Garún frá Þjóðólfshaga 1 7,28 - Hrímnir/Hest.is 5 Matthías Sigurðsson Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 7,17 - Hrímnir/Hest.is

Tölt T1 – B úrslit Sæti Knapi Hross Einkunn 6-7 Elva Rún Jónsdóttir Fluga frá Garðabæ 7,17 - Hofsstaðir/Ellert Skúlason ehf. 6-7 Ragnar Snær Viðarsson Ási frá Hásæti 7,17 - Hrímnir/Hest.is 8 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Polka frá Tvennu 7,00 - Hrímnir/Hest.is 9-10 Sara Dís Snorradóttir Aris frá Stafholti 6,50 - Kambur 9-10 Eydís Ósk Sævarsdóttir Heiða frá Skúmsstöðum 6,50 - Ragnheiðarstaðir

Tölt T1 – Forkeppni Sæti Knapi Hross Einkunn 1-5 Dagur Sigurðarson Garún frá Þjóðólfshaga 1 7,00 - Hrímnir/Hest.is 1-5 Kolbrún Sif Sindradóttir Hallsteinn frá Hólum 7,00 - Hestaval/Icewear 1-5 Matthías Sigurðsson Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 7,00 - Hrímnir/Hest.is 1-5 Guðný Dís Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,00 - Hofsstaðir/Ellert Skúlason ehf. 1-5 Svandís Aitken Sævarsdóttir Fjöður frá Hrísakoti 7,00 - Hofsstaðir/Ellert Skúlason ehf. 6 Ragnar Snær Viðarsson Ási frá Hásæti 6,93 - Hrímnir/Hest.is 7 Elva Rún Jónsdóttir Fluga frá Garðabæ 6,80 - Hofsstaðir/Ellert Skúlason ehf. 8 Sara Dís Snorradóttir Aris frá Stafholti 6,63 - Kambur 9-10 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Polka frá Tvennu 6,50 - Hrímnir/Hest.is 9-10 Eydís Ósk Sævarsdóttir Heiða frá Skúmsstöðum 6,50 - Ragnheiðarstaðir 11 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Þytur frá Skáney 6,37 - Ragnheiðarstaðir 12 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Göldrun frá Hákoti 6,33 - Sólvangur 13 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Askja frá Garðabæ 6,30 - Top Reiter 14 Helena Rán Gunnarsdóttir Hekla frá Hamarsey 6,23 - Hofsstaðir/Ellert Skúlason ehf. 15 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Þytur frá Stykkishólmi 6,20 - Hestaval/Icewear 16 Kristín Karlsdóttir Frú Lauga frá Laugavöllum 6,13 - Hestaval/Icewear 17 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Sigð frá Syðri-Gegnishólum 6,10 - Kambur 18 Kolbrún Katla Halldórsdóttir Karen frá Hríshóli 1 6,07 - Hestaval/Icewear 19 Hulda Ingadóttir Sævar frá Ytri-Skógum 6,00 - Brjánsstaðir/Gröf 20-22 Elsa Kristín Grétarsdóttir Arnar frá Sólvangi 5,93 - Sólvangur 20-22 Apríl Björk Þórisdóttir Sikill frá Árbæjarhjáleigu II 5,93 - Top Reiter 20-22 Lilja Dögg Ágústsdóttir Nökkvi frá Litlu-Sandvík 5,93 - Íshestar 23-24 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir Ísó frá Grafarkoti 5,87 - Íshestar 23-24 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Vordís frá Vatnsenda 5,87 - Réttverk/Deloitte 25 Gabríel Liljendal Friðfinnsson Lávarður frá Egilsá 5,83 - Top Reiter 26-27 Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir Komma frá Traðarlandi 5,70 - Kambur 26-27 Unnur Rós Ármannsdóttir Ástríkur frá Hvammi 5,70 - Brjánsstaðir/Gröf 28-30 Selma Dóra Þorsteinsdóttir Óðinn frá Hólum 5,67 - Réttverk/Deloitte 28-30 Þórdís Agla Jóhannsdóttir Salvör frá Efri-Hömrum 5,67 - Brjánsstaðir/Gröf 28-30 Róbert Darri Edwardsson Glámur frá Hafnarfirði 5,67 - Top Reiter 31-32 Andrea Óskarsdóttir Hermann frá Kópavogi 5,57 - Réttverk/Deloitte 31-32 Embla Lind Ragnarsdóttir Mánadís frá Litla-Dal 5,57 - Íshestar 33 Fanndís Helgadóttir Ötull frá Narfastöðum 5,47 - Ragnheiðarstaðir 34 Herdís Björg Jóhannsdóttir Kvarði frá Pulu 5,37 - Íshestar 35 Fríða Hildur Steinarsdóttir Neisti frá Grindavík 5,33 - Sólvangur 36 Bjarndís Rut Ragnarsdóttir Andvari frá Skipaskaga 4,83 - Brjánsstaðir/Gröf 37 Hrefna Kristín Ómarsdóttir Dímon frá Álfhólum 4,63 - Sólvangur 38 Sigrún Helga Halldórsdóttir Gefjun frá Bjargshóli 4,43 - Kambur 39 Kristín María Kristjánsdóttir Mjölnir frá Garði 0,00 - Réttverk/Deloitte

20 views0 comments

Comments


bottom of page