top of page
Writer's pictureHilda Karen

Til hamingju knapar í MLÆ

Eftir þessa síðustu grein í MLÆ er maður ekkert smá ánægður. Bæði sem dómari og stjórnarmaður í deildinni en líka sem einn af því magnaða fólki sem er í starfshóp LH um gæðingafimi, og er að reyna að koma þessari grein inn sem keppnisgrein.


Sýningar ykkar og framganga sem var til mikillarfyrirmyndar og styrkir þá vinnu sem nefndin hefur lagt í verkefnið. Ég vona svo innilega að þið hafið haft jafngaman að þessu og við sem að þessu stóðum og lýsendur okkar á Alendis.tv þær Rúna Einarsdóttir og Olil Amble. Þær Olil og Rúna stóðu sig snilldarvel og lít ég á upptöku Alendis.tv frekar sem fræðsluþátt en lýsingu á íþróttaviðburði. Þið ættuð að leggjast yfir þetta og skoða vel tölur og sjá hvar ykkar tækifæri liggur í að bæta ykkur því þessi grein er komin til að vera.


Þær Hilda, Jóna og Helga, þríeykið okkar frábæra, sem sáu um að allt tölvu- og skráningasystemið virkaði svona flott að það varð engin töf á einu eða neinu, og það er engin smá vinna. Þær eru búnar að birta skjölin frá dómurum þar sem skoða má einkunnir fyrir einstaka æfingar og gangtegundir. Með það og upptökurnar frá Alendis sem og lýsingarnar, þá er auðvelt að finna út hvað þið getið bætt hjá ykkur en munið að horfa líka á og ekki síður hvað þið voruð frábær.


Eitt enn sem verður ekki of oft nefnt er dugnaðurinn í honum Óla ljósmyndara. Ekki nóg með að hann myndi allt þá setur hann þetta á netið fyrir hvert ykkar, og skráir þannig heimildir í sögu deildarinnar og ykkar.


Styrktaraðili þessarar greinar var Kranaþjónusta Rúnars Bragasonar en hann Rúnar er búin að vera á fullu í framkvæmdanefnd deildarinnar frá upphafi við kunnum honum bestu þakkir fyrir að gera okkur kleift að halda svona glæsilegt mót.


Næst er Hjarðartúnstöltið þann 21. mars og svo lokamótið T2 inni og gæðingaskeið úti 11. apríl. Á lokamótinu velja keppendur í hvorri greininni þeir taka þátt, en a.m.k. einn úr hverju liði þarf að vera í hvorri grein. Stig tveggja knapa telja til stiga í stigasöfnun liða í hvorri grein.


Siggi Ævars

138 views0 comments

Comments


bottom of page