Toyota Reykjanesbæ er nýtt lið í deildinni í vetur og það eru fjórar stúlkur úr öllum áttum sem skipa liðið.

Nafn: Auður Karen Auðbjörnsdóttir
Félag: Léttir
Markmið: Mig langar að ná góðum árangri í keppni í ræktun og á kynbótabrautinni
Mottó: Þetta reddast
Fyndnasti hestamaðurinn: Klárlega Siggi Sig
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Vonandi að temja, sýna og keppa á heima ræktuðum hrossum

Nafn: Júlía Björg Gabaj Knudsen
Félag: Sörli
Markmið: Gera mitt besta
Mottó: Það gerist ekki neitt ef þú gerir ekki neitt
Fyndnasti hestamaðurinn: Tryggvi Björns
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Í hesthúsinu

Nafn: Svala Rún Stefánsdóttir
Félag: Fákur
Markmið: Ná góðum árangri.
Mottó: Ekki verða fyrir vonbrigðum yfir einhverju sem þú lagðir þig ekki fram í.
Fyndnasti hestamaðurinn: Það kæmi mér ekki á óvart að ég væri frekar ofarlega á listanum hjá öllum þeim sem ég þekki, annars getur Unnur Erla verið skemmtileg.
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Það veit ég ekki, samt alveg örugglega bara í hesthúsinu.

Nafn: Unnur Erla Ívarsdóttir
Félag: Fákur
Markmið: Bæta mig
Mottó: Betra að vera sein og sæt heldur en fljót og ljót
Fyndnasti hestamaðurinn: Svala Rún
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár: Ekki hugmynd
Comments