Það er komið að öðru mótinu í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Mótið fer fram í Lýsishöllinni í Víðidal og hefst kl. 12:00. Knapar framtíðarinnar keppa að þessu sinni í fimmgangi og eins og áður þá er keppnisformið einstaklingsgrein og núna er það F1.
Það er Cintamani sem styrkir fimmganginn ásamt Líflandi sem ávallt er aðalbakhjarl deildarinnar.
Eiðfaxi og Eyja munu streyma beint frá keppninni og þaulvanir lýsendur munu lýsa því sem fyrir augu ber.
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Hjörtur Bergstað formaður Fáks og stjórnar LM2024 munu undirrita samstarfssamning á staðnum vegna landsmóts í sumar og afhenda verðlaun ásamt Arnari Þórissyni forstjóra Líflands.
Það eru svo að sjálfsögðu allir velkomnir í Lýsishöllina á sunndaginn að fylgjast með fjórganginum sem verður án efa æsispennandi og glæsileg keppni og hægt verður að næla sér í léttar veitingar á sanngjörnu verði yfir daginn.
Comments