Hún var sterk fjórgangskeppnin í Meistaradeild Líflands & æskunnar í dag í TM höllinni í Víðidal. Fjörutíu keppendur í tíu liðum tóku þátt í V1 sem er krefjandi keppni þar sem þátttakendur sýna einir inná vellinum.
Knaparnir sem eru á aldrinum 13-17 ára stóðu sig frábærlega og sýndu mikinn metnað í sínum sýningum svo unun var á að horfa.
A-úrslitaknapar f.v.: Kolbrún Katla Halldórsdóttir, Svandís Aitken Sævarsdóttir, Matthías Sigurðsson, Ragnar Snær Viðarsson, Þórgunnur Þórarinsdóttir og sigurvegarinn Guðný Dís Jónsdóttir.
Efstur eftir forkeppnina stóð Ragnar Snær Viðarsson á Galdri frá Geitaskarði og önnur var Guðný Dís Jónsdóttir á Ás frá Hofsstöðum í Garðabæ. Einungis munaði 0,06 á þessum tveimur og reyndust þau mjög jöfn þegar kom að A-úrslitunum. Leikar fóru þannig að Guðný Dís hafði betur þar og varð sigurvegari dagsins með 6,90 í einkunn. Þrír knapar urðu jafnir í 2. - 4. sæti með 6,77, þau Matthías Sigurðsson á Æsu, Þórgunnur Þórarinsdóttir á Hnjúki og fyrrnefndur Ragnar Snær á Galdri.
B-úrslitaknapar: f.v.: Eva Kærnested, Helena Rán Gunnarsdóttir, Jón Ársæll Bergmann, Fanndís Helgadóttir og sigurvegarinn Glódís Líf Gunnarsdóttir.
B-úrslitin voru ekki síðri en hlutskörpust varð Glódís Líf Gunnarsdóttir á Fífli frá Feti með 6,83 og önnur Fanndís Helgadóttir á Ötuli frá Narfastöðum með 6,70.
Það voru því 11 knapar sem nældu sér í stig í einstaklingskeppninni í dag og öll liðin eru byrjuð að safna stigum í liðakeppninni. Tvö lið hlutu 78 stig í dag en hlaut lið Hrímnis/Hest.is liðaplattan þar sem það lið var með fleiri stig út úr A-úrslitum.
Niðurstöður dagsins gefa fögur fyrirheit um komandi mót deildarinnar en á næsta móti verður keppt í fimmgangi F1 þann 20. febrúar.
Stjórn deildarinnar þakkar Hrímni fyrir samstarfið og glæsilegu vinningana og gjafirnar sem knaparnir fengu í dag. Einnig dómurum, sjálfboðaliðum og aðstandendum liða fyrir daginn.
Staðan í einstaklingskeppninni:
Guðný Dís Jónsdóttir 12
Matthías Sigurðsson 8,33
Þórgunnur Þórarinsdóttir 8,33
Ragnar Snær Viðarsson 8,33
Svandís Aitken Sævarsdóttir 6
Kolbrún Katla Halldórsdóttir 5
Glódís Líf Gunnarsdóttir 4
Fanndís Helgadóttir 3
Jón Ársæll Bergmann 2
Helena Rán Gunnarsdóttir 1
Eva Kærnested 1
Staðan í liðakeppnini:
Hrímnir/Hest.is 78
S4S 78
Hofsstaðir/Sindrastaðir 54
ZoOn 48,5
Hestaval 47,5
Toyota Reykjanesbæ 36
Sportfákar/Fákaland Export 34,5
Helgatún/Fákafar 31
Nettó 16
Goshestar 9,5
Allar niðurstöður dagsins:
Fjórgangur V1 - forkeppni
1
Ragnar Snær Viðarsson
Galdur frá Geitaskarði
Brúnn/milli-einlitt
Fákur
6,93
2
Guðný Dís Jónsdóttir
Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ
Rauður/dökk/dr.stjörnótt
Sprettur
6,87
3-4
Þórgunnur Þórarinsdóttir
Hnjúkur frá Saurbæ
Rauður/dökk/dr.einlitt
Skagfirðingur
6,77
3-4
Matthías Sigurðsson
Æsa frá Norður-Reykjum I
Rauður/milli-blesótt
Fákur
6,77
5-6
Svandís Aitken Sævarsdóttir
Fjöður frá Hrísakoti
Grár/brúnneinlitt
Sleipnir
6,73
5-6
Kolbrún Katla Halldórsdóttir
Karen frá Hríshóli 1
Rauður/sót-einlitt
Borgfirðingur
6,73
7-8
Helena Rán Gunnarsdóttir
Goði frá Ketilsstöðum
Brúnn/milli-einlitt
Máni
6,67
7-8
Glódís Líf Gunnarsdóttir
Fífill frá Feti
Bleikur/álótturstjörnótt
Máni
6,67
9-11
Eva Kærnested
Logi frá Lerkiholti
Brúnn/milli-einlitt
Fákur
6,60
9-11
Jón Ársæll Bergmann
Dímon frá Laugarbökkum
Jarpur/milli-einlitt
Geysir
6,60
9-11
Fanndís Helgadóttir
Ötull frá Narfastöðum
Brúnn/mó-stjörnótt
Sörli
6,60
12-13
Kolbrún Sif Sindradóttir
Bylur frá Kirkjubæ
Rauður/milli-einlitt
Sörli
6,57
12-13
Sigurbjörg Helgadóttir
Kóngur frá Korpu
Brúnn/milli-einlitt
Fákur
6,57
14-16
Júlía Björg Gabaj Knudsen
Svala frá Oddsstöðum I
Grár/brúnneinlitt
Sörli
6,50
14-16
Aðalbjörg Emma Maack
Jara frá Árbæjarhjáleigu II
Brúnn/mó-einlitt
Þytur
6,50
14-16
Sara Dís Snorradóttir
Gustur frá Stykkishólmi
Brúnn/milli-einlitt
Sörli
6,50
17-19
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir
Ás frá Traðarlandi
Brúnn/dökk/sv.einlitt
Sprettur
6,47
17-19
Auður Karen Auðbjörnsdóttir
Gletta frá Hryggstekk
Brúnn/milli-einlitt
Léttir
6,47
17-19
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson
Polka frá Tvennu
Rauður/milli-blesótt
Sprettur
6,47
20
Kristín Eir Hauksdóttir Holake
Ísar frá Skáney
Grár/rauðurstjörnótt
Borgfirðingur
6,43
21-22
Herdís Björg Jóhannsdóttir
Snillingur frá Sólheimum
Rauður/milli-skjótthringeygt eða glaseygt
Sprettur
6,40
21-22
Sigurður Steingrímsson
Ástríkur frá Hvammi
Jarpur/dökk-einlitt
Geysir
6,40
23
Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal
Kormákur frá Kvistum
Brúnn/milli-einlitt
Þytur
6,33
24
Unnur Erla Ívarsdóttir
Víðir frá Tungu
Brúnn/milli-stjörnótt
Fákur
6,30
25-26
Hekla Rán Hannesdóttir
Krafla frá Hamarsey
Brúnn/milli-einlitt
Sprettur
6,27
25-26
Lilja Rún Sigurjónsdóttir
Sigð frá Syðri-Gegnishólum
Bleikur/fífil-blesótt
Fákur
6,27
27
Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir
Þytur frá Stykkishólmi
Brúnn/mó-einlitt
Snæfellingur
6,23
28
Dagur Sigurðarson
Gróa frá Þjóðólfshaga 1
Brúnn/milli-einlitt
Geysir
6,13
29-30
Natalía Rán Leonsdóttir
Selja frá Vorsabæ
Brúnn/milli-stjörnótt
Hörður
6,10
29-30
Sigrún Helga Halldórsdóttir
Gefjun frá Bjargshóli
Brúnn/milli-einlitt
Fákur
6,10
31-32
Selma Leifsdóttir
Sæla frá Eyri
Bleikur/fífil-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka
Fákur
5,97
31-32
Elva Rún Jónsdóttir
Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti
Brúnn/milli-einlitt
Sprettur
5,97
33
Friðrik Snær Friðriksson
Embla frá Þjóðólfshaga 1
Bleikur/álótturstjörnótt
Hornfirðingur
5,93
34
Eydís Ósk Sævarsdóttir
Blakkur frá Traðarholti
Brúnn/milli-einlitt
Hörður
5,87
35
Kristín Karlsdóttir
Loki frá Laugavöllum
Rauður/milli-stjörnótt
Fákur
5,80
36
Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir
Ísó frá Grafarkoti
Brúnn/milli-tvístjörnótthringeygt eða glaseygt
Sprettur
5,73
37
Svala Rún Stefánsdóttir
Sólmyrkvi frá Hamarsey
Bleikur/álóttureinlitt
Fákur
5,57
38
Embla Moey Guðmarsdóttir
Ástarpungur frá Staðarhúsum
Brúnn/milli-stjörnótt
Borgfirðingur
5,50
39
Hildur Dís Árnadóttir
Smásjá frá Hafsteinsstöðum
Rauður/milli-blesóttglófext
Fákur
5,40
40
Lilja Dögg Ágústsdóttir
Kandís frá Eyvindarmúla
Rauður/milli-einlittglófext
Geysir
5,30
B úrslit
7
Glódís Líf Gunnarsdóttir
Fífill frá Feti
Bleikur/álótturstjörnótt
Máni
6,83
8
Fanndís Helgadóttir
Ötull frá Narfastöðum
Brúnn/mó-stjörnótt
Sörli
6,70
9
Jón Ársæll Bergmann
Dímon frá Laugarbökkum
Jarpur/milli-einlitt
Geysir
6,40
10
Helena Rán Gunnarsdóttir
Goði frá Ketilsstöðum
Brúnn/milli-einlitt
Máni
6,30
11
Eva Kærnested
Logi frá Lerkiholti
Brúnn/milli-einlitt
Fákur
0,00
A úrslit
1
Guðný Dís Jónsdóttir
Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ
Rauður/dökk/dr.stjörnótt
Sprettur
6,90
2-4
Ragnar Snær Viðarsson
Galdur frá Geitaskarði
Brúnn/milli-einlitt
Fákur
6,77
2-4
Þórgunnur Þórarinsdóttir
Hnjúkur frá Saurbæ
Rauður/dökk/dr.einlitt
Skagfirðingur
6,77
2-4
Matthías Sigurðsson
Æsa frá Norður-Reykjum I
Rauður/milli-blesótt
Fákur
6,77
5
Svandís Aitken Sævarsdóttir
Fjöður frá Hrísakoti
Grár/brúnneinlitt
Sleipnir
6,70
6
Kolbrún Katla Halldórsdóttir
Karen frá Hríshóli 1
Rauður/sót-einlitt
Borgfirðingur
6,60
Comments