top of page
Writer's pictureHilda Karen

Lilja Rún & Sigð áttu daginn

Þriðja mótið í deildinni fór fram í TM höllinni í Víðidal í dag. Mótið var í boði Hestaflutninga B. Kóngs.

37 keppendur sýndu glæsilegar sýningar í skemmtilegri keppnisgrein, gæðingafimi. Greinin er krefjandi, falleg og lærdómsrík og ljóst að knaparnir lögðu mikla og góða vinnu í að fínpússa sýningar sínar. Eingöngu var riðin forkeppni, ekki úrslit og voru veitt verðlaun fyrir efstu 10 sætin.


Leikar fóru þannig að Lilja Rún Sigurjónsdóttir úr liði Sportfáka / Fákalands Export á Sigð frá Syðri-Gegnishólum unnu sigur í dag með einkunnina 7,37. Önnur varð Þórgunnur Þórarinsdóttir úr liði S4S á Hnjúki frá Saurbæ með 7,03 og þriðji varð Ragnar Snær Viðarsson úr liði Hrímnis / Hest.is á Galdri frá Geitaskarði með 6,83.


Lið S4S vann liðakeppnina í gæðingafiminni með alls 80 stig.


Gæðingafimin er í stöðugri þróun og hefur nefnd á vegum LH unnið frábæra vinnu við að fínpússa og þróa þessa grein.


Liðakeppnin - staðan eftir 3 greinar:

#

Lið

V1

F1

Gæð

Alls:

1

S4S

78

71

80

229

2

Hrímnir / Hest.is

78

64

68

210

3

Hofsstaðir / Sindrastaðir

54

60,5

46

160,5

4

Hestaval

47,5

49

52,5

149

5

Toyota Reykjanesbæ

36

56,5

16,5

109

6

Sportfákar / Fákaland Export

34,5

25

49

108,5

7

ZoOn

48,5

23,5

35,5

107,5

8

Helgatún / Fákafar

31

21

55

107

9

Nettó

16

31

24,5

71,5

10

Goshestar

9,5

36

9

54,5

Einstaklingskeppnin - staðan eftir 3 greinar

#

Knapi

V1

F1

Gæð

Alls:

1

Þórgunnur Þórarinsdóttir

8,3

10

10

28,3

2

Glódís Líf Gunnarsdóttir

4

12

4

20

3

Ragnar Snær Viðarsson

8,3

0

8

16,3

4

Matthías Sigurðsson

8,3

6

0

14,3

5-6

Lilja Rún Sigurjónsdóttir

0

0

12

12

5-6

Guðný Dís Jónsdóttir

12

0

0

12

7

Jón Ársæll Bergmann

2

8

1

11

8

Kolbrún Katla Halldórsdóttir

5

0

5

10

9

Helena Rán Gunnarsdóttir

1

0

7

8

10-11

Auður Karen Auðbjörnsdóttir

0

7

0

7

10-11

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

0

4

3

7

12-13

Sigurbjörg Helgadóttir

0

0

6

6

12-13

Svandís Aitken Sævarsdóttir

6

0

0

6

14

Sara Dís Snorradóttir

0

5

0

5

15-16

Fanndís Helgadóttir

3

0

0

3


15-16

Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson

0

3

0

3

17-18

Júlía Björg Knudsen

0

2

0

2

17-18

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker

0

0

2

2

19-20

Þorbjörg Helga Sveinbjörnsdóttir

0

1

0

1

19-20

Eva Kærnested

1

0

0

1


136 views0 comments

Comments


bottom of page