Lilja Rún & Sigð áttu daginn
- Hilda Karen

- Mar 6, 2022
- 1 min read
Þriðja mótið í deildinni fór fram í TM höllinni í Víðidal í dag. Mótið var í boði Hestaflutninga B. Kóngs.
37 keppendur sýndu glæsilegar sýningar í skemmtilegri keppnisgrein, gæðingafimi. Greinin er krefjandi, falleg og lærdómsrík og ljóst að knaparnir lögðu mikla og góða vinnu í að fínpússa sýningar sínar. Eingöngu var riðin forkeppni, ekki úrslit og voru veitt verðlaun fyrir efstu 10 sætin.
Leikar fóru þannig að Lilja Rún Sigurjónsdóttir úr liði Sportfáka / Fákalands Export á Sigð frá Syðri-Gegnishólum unnu sigur í dag með einkunnina 7,37. Önnur varð Þórgunnur Þórarinsdóttir úr liði S4S á Hnjúki frá Saurbæ með 7,03 og þriðji varð Ragnar Snær Viðarsson úr liði Hrímnis / Hest.is á Galdri frá Geitaskarði með 6,83.

Lið S4S vann liðakeppnina í gæðingafiminni með alls 80 stig.
Gæðingafimin er í stöðugri þróun og hefur nefnd á vegum LH unnið frábæra vinnu við að fínpússa og þróa þessa grein.
Liðakeppnin - staðan eftir 3 greinar:
Einstaklingskeppnin - staðan eftir 3 greinar





Comments