Liðin 2024
- Hilda Karen

- Nov 24, 2023
- 1 min read
Updated: Jan 12, 2024
Stjórn MLÆ hefur unnið síðustu vikur að úrvinnslu umsókna. Nú hafa allir umsækjendur fengið tölvupóst og við þökkum þeim innilega fyrir allar flottu umsóknirnar og þá vinnu sem þeir og forráðamenn þeirra lögðu í þær, liðaskipan og þar fram eftir götunum.
Að þessu sinni fórum við að fordæmi sem við sjálf höfðum áður skapað, en það var að bæta við ellefta liðinu vegna fjölda umsókna. Það verða því 44 keppendur í 11 liðum í deildinni næsta vetur. Þetta er auðvitað bland af reyndari knöpum og svo þeim óreyndari sem eru að stíga sín fyrstu skref í svona krefjandi keppni eins og keppnin í deildinni vissulega er.
Allir, keppendur, forráðamenn og stjórn MLÆ eru með sama markmiðið: að hlúa að ungu og efnilegu hestaíþróttafólki, svo þau megi blómstra andlega og líkamlega í sinni íþrótt. Að þessu markmiði eru fjölbreyttar og margar leiðir og býður deildin uppá stuðning við nokkrar þeirra. Þess vegna verður hún krefjandi en um leið svakalega gefandi.
Stjórnin hlakkar gríðarlega til að vinna með flottum hópi þátttakenda. Hér má sjá listann og ég vil biðja liðsmenn þeirra liða sem vantar ennþá nafn á, að senda mér það á hilda.gardars@gmail.com eða á Messenger.





Comments