Liðin í vetur
- Hilda Karen

- Jan 23, 2022
- 1 min read
Það styttist í fyrsta mót vetrarins og undirbúningur í fullum gangi á öllum vígstöðvum, hjá keppendum, aðstandendum og mótshöldurum.
Tíu lið taka þátt og fjórir knapar eru í hverju liði sem gerir í heildina 40 þátttakendur á aldrinum 13-17 ára. Fjöldi umsókna barst og því miður var ekki hægt að verða við óskum alla þeirra frambærilegu umsækjenda sem höfðu áhuga á að taka þátt í MLÆ í vetur. Hópurinn sem verður í deildinni er frábær blanda af reyndum knöpum og svo þeim óreyndari og yngri sem eru að sækja sér reynslu í virkilega krefjandi keppni.
Fréttir
Stjórnin er gríðarlega spennt að hefja tímabilið og helstu fréttir eru þær að LÍFLAND verður áfram aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar og ALENDIS.IS mun sýna beint frá öllum mótunum okkar! Það er því um að gera að fá sér áskrift hjá þeim til að horfa á sýningarnar ykkar eftirá og jafnvel eldri sýningar, til að læra af þeim og yfirfara ýmis atriði.
Liðin 10 sem taka þátt
Hér fyrir neðan má sjá liðin eins og þau eru skipuð. Liðsmenn þurfa að senda upplýsingar um lið á netfangið hilda.gardars@gmail.com. Gott væri ef einn liðsmaður tæki að sér að safna þessum upplýsingum saman og senda einn póst.
Nafn liðs
Nafn þjálfara
Mynd af liðinu saman
Mynd af þátttakendum, t.d. í keppni
Svör við spurningum, allir liðsmenn:
Nafn
Félag
Markmið
Mottó
Fyndnasti hestamaðurinn
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár





Comments