top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Munið þið eftir KVAN?

Í janúar var hin reynda Anna Steinsen með fyrirlestur fyrir þátttakendur í Meistaradeild Líflands & æskunnar. Við heyrðum í nokkrum krökkum eftir fyrirlesturinn og í ljós kom að þau voru gríðarlega ánægð með Önnu og það sem hún hafði að segja. Hún talaði af kunnáttu um málefni sem snerta ungt fólk og hitti naglann á höfuðið með svo margt.


Hún talaði mikið um hversu mikilvægt það væri að sofa vel, nærast vel og vera í góðu andlegu jafnvægi þegar maður stefnir að því að ná góðum árangri í íþróttum sem og lífinu almennt. Hún ræddi ýmsar leiðir til að ná þessu öllum með jákvæðu hugarfari gagnvart sjálfum sér og öðrum, minnka notkun orkudrykkja til að ná gæðum í svefn og rútínu, setja sér markmið, stór og smá og í raun hafa hlutina svolítið mikið á hreinu almennt. Þá fyllist maður öryggi með sjálfan sig og sín samskipti og er tilbúin(n) til að ræða málin við foreldra sína, vini, þjálfara og aðra sem skipta mann máli, þegar á þarf að halda.


Anna og félagar hjá KVAN eru með námskeið sem eru sérsniðin að ungu fólki, svolítið svipuð Dale Carnegie að mörgu leyti og við mælum sterklega með þeim fyrir allt ungt fólk.


Stjórn MLÆ

23 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page