top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Nýárshugvekja yfirdómara

Updated: Jan 6, 2021

Kæru keppniskrakkar, þjálfarar, foreldrar og aðrir sem að Meistardeild Líflands og æskunnar koma.


Þá er nýtt ár hafið og ný keppni að hefjasti deildinni. Sú síðasta varð endasleppt vegna ástandsins og því að fólk var ekki búið að átta sig á hvað það myndi vara lengi. En núna erum við að fara af stað aftur og harðákveðin í að halda deildina, með þeim hætti sem við þurfum og tökum mið af samkomutakmörkunum og öðrum reglum sem gilda hverju sinni.


Dagskráin er komin með einhverjum nýungum, eins og gæðingaskeiði úti og svo verður að sjálfsögðu gæðingafimi 2. þrep. Við leggjum upp með að allt verði komið á fullt og búið að opna hallirnar fyrir áhorfendum, og að við getum átt eðlileg samskipti. Reynist það ekki gerlegt gerum við bara það sem þarf og ef það verða áhorfendatakmörk eða bönn þá er það bara svo að það verða fáir áhorfendur, við vinnum þá með þá staðreynd.


Deildin verður tekin upp og sent út á Alendis.tv sem er frábært fyrir ykkur! Þið fáið þá þann möguleika að geta skoðað ykkar sýningu, gagnrýnt og lært af henni og hugsað hvað þessir dómarar voru að sjá og hugsa, já eða dáðst að ykkur sjálf.


Við sem höfum verið í forystu fyrir þessa deild erum mjög ánægð með þróunina, ánægð með að þið knapar góðir hafið verið til sóma í framkomu og keppni, við höfum horft á knapana okkar hreinlega springa út sem reiðmenn og almennt sem hestamenn og íþróttamenn. Það veitir okkur orku og gleði inní svona starf.


Setjum allt á fullt og skemmtum okkur í sportinu okkar á hvern þann hátt sem við þurfum til að vera til sóma fyrir hestinn og íþróttina.


Kveðja,

Siggi Ævars


107 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page