top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Sara Dís og Herdís Björg sigurvegarar á Klettsmótinu

Updated: Apr 8, 2022

Lokamótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar var sérdeilis glæsilegt og var í boði Kletts, dekkja- og smurþjónustu. Keppt var í tveimur greinum hestaíþrótta, slaktaumatölti T2 inni í TM-reiðhöllinni og gæðingaskeiði PP1 úti á skeiðvelli. Báðar greinar mjög tæknilegar og gerðu miklar kröfur til reiðmennsku og þjálfunar.


Eftir forkeppnina í slaktaumatöltinu var það norðanmærin Auður Karen Auðbjörnsdóttir á Hátíð frá Garðsá sem leiddi með 7,03. Einungis 6 kommum á eftir henni var Sara Dís Snorradóttir á Eldeyju frá Hafnarfirði, úr liði Sportfáka/Fákalands Export og Sörlakona með meiru.


B-úrslitin fóru þannig að Fanndís Helgadóttir á Ötuli frá Narfastöðum vann með 6,83 og keppti hún fyrir lið ZoOn og kemur úr Sörla í Hafnarfirði.


Eftir harða keppni í A-úrslitunum fór það svo að Sara Dís var krýndur sigurvegari með 7,21 í einkunn og Fáksmaðurinn Ragnar Snær Viðarsson úr Hrímni/Hest.is á Meitli frá Akureyri náði að vinna sig upp í 2. sætið með 7,08. Sara Dís hlaut jafnfram reiðmennskuverðlaun deildarinnar sem dómarar vetrarins veittu þeim knapa sem var heilt yfir með áberandi góða reiðmennsku yfir tímabilið.


Lið Nettó hlaut liðabikarinn í slaktaumatöltinu með 15 stig.


Gæðingaskeiðið vann Herdís Björg Jóhannsdóttir á Snædísi frá Forsæti. Kepptu þær stöllur fyrir lið Goshestar og koma úr Spretti. Herdís átti tvo góða spretti á Snædísi og uppskáru þær sigurinn með einkunnina 6,46. Önnur varð Þórgunnur Þórarinsdóttir á Djarfi frá Flatatúni með 5,96. Koma þau úr Skagfirðingi og kepptu fyrir lið S4S í vetur. Hin unga og efnilega Kristín Eir Hauksdóttir Holaker varð þriðja á Braga frá Skáney með 5,75 og koma þau úr Borgfirðingi og kepptu fyrir lið Helgatúns/Fákafars.


Lið Helgatúns/Fákafars hlaut liðabikarinn í gæðingaskeiðinu með 25 stig.


Stigakeppnin er búin að vera spennandi í vetur, bæði einstaklings- og liðakeppnin og gaman að fylgjast með gangi hennar á milli móta.



Stigahæsti knapinn og sigurvegari deildarinnar varð Þórgunnur Þórarinsdóttir. Hún sýndi frábæran hestakost og var með gríðarlega jafnan árangur í keppnisgreinum deildarinnar. Á myndinni hér fyrir ofan er Þórgunnur ásamt Þóri Haraldssyni forstjóra Líflands.


Hér fyrir neðan má sjá stigasöfnun knapa:


Það var svo lið S4S sem vann liðakeppni vetrarins. Liðsmenn þess eru: Svandís Aitken Sævarsdóttir, Glódís Líf Gunnarsdóttir, Helena Rán Gunnarsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir. L.t.h. er Þórir Haraldsson forstjóri Líflands.


Hér má sjá lokastöðu liðakeppninnar:



Hér má svo skoða heildarniðurstöður lokamótsins.

T2_PP1
.pdf
Download PDF • 39KB

Stjórn MLÆ þakkar keppendum, forráðamönnum, sjálfboðaliðum, ljósmyndaranum okkar honum Óla, dómurum, Alendis og lýsendum kærlega fyrir frábært samstarf í allan vetur. Við hlökkum til að taka upp þráðinn í haust þegar tekið verður við umsóknum fyrir næsta vetur. Gleðilegt sumar!

159 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page