top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Signý Sól og Védís Huld unnu greinar lokamótsins

Lokamótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar var glæsilegt í alla staði, ekki síst þegar litið er til reiðmennsku og framkomu keppenda. Konna mótið var í boði Konráðs Vals Sveinssonar, þjálfara, reiðkennara og skeiðmeistara svo eitthvað sé nefnt. Streymt var frá mótinu á Alendis.tv og þar er hægt að sjá upptökur frá mótinu.


Keppt var í gæðingaskeiði fyrir hádegi á kynbótabrautinni í Víðidalnum og voru 19 knapar á ráslista. Brautin kom best undan vetri og var hún því valin svo snemma vors. Eins og flestir vita er gæðingaskeiðið mjög krefjandi grein og voru margir að stíga sín fyrstu skref í henni í dag. Eftir marga góða spretti var það að lokum Védís Huld Sigurðardóttir sem vann á Hrafnhettu frá Hvannstóði með 6,79. Annar varð Benedikt Ólafsson á Leiru-Björk frá naustum III með 6,54 og þriðji varð Sveinn Sölvi Petersen á Ísabel frá Reykjavík með 6,21. Stigahæsta liðið í gæðingaskeiðinu var lið Hrímnis, með þau Benedikt og Védísi innanborðs.


Í slaktaumatöltinu voru 24 skráðir til leiks og að auki einn keppandi sem keppti sem gestur, því hún tók þátt í gæðingaskeiðini í morgun. Þessi grein er kunnuglegri fyrir flesta knapana, enda sást mikið af góðum sýningum. Bæði voru riðin A- og B-úrslit og sigurvegari B-úrslitanna var Oddur Carl Arason á Tinna frá Laugabóli, þeim mikla höfðingja, með 6,58. Það var gaman að sjá "nýja" knapa ná þeim árangri að komast í topp 10 í þessari annars sterku deild og segir okkur það að þátttakan er að skila árangri og reynslu til þátttakenda. Efst inn í A-úrslitin kom Hekla Rán Hannesdóttir á Þoku frá Hamarsey en hún hlaut 7,23 í forkeppninni og átti glæsisýningu. Það var hins vegar Signý Sól Snorradóttir á Rafni frá Melabergi sem átti góða sýningu í úrslitunum og endaði á toppnum með 7,12. Þau Hekla Rán og Sigurður Baldur Ríkharðsson á Auðdísi frá Traðarlandi voru mjög skammt undan og jöfn í 2-3. sæti. Stigahæsta liðið í slaktaumatöltinu var lið Top Reiter með þau Ragnar Bjarka, Sigurð Baldur og Signýju Sól innanborðs.


Lokastaðan í stigakeppninni var sú að Védís Huld Sigurðardóttir sigraði deildina í ár, eins og systir hennar Glódís Rún gerði síðasta vor. Védís hlaut 41 stig og þar vóg mest sigur í PP1 og annað sætið í V1 og gæðingafimi. Í öðru sæti varð Benedikt Ólafsson með 37 stig, en hann vann F1 og varð annar í gæðingaskeiðinu. Þriðja sætið kom svo í hlut Huldu Maríu Sveinbjörnsdóttur og hlaut hún 28 stig alls.

Liðakeppnin var sömuleiðis skemmtileg og einstaklega gaman fyrir unga keppendur í hestaíþróttum að mynda lið, læra hvað liðsheild er og hvernig best er að vinna með styrkleika hvers og eins. Efsta liðið eftir veturinn var sterkt lið Hrímnis. Í því liði eru þau Védís Huld, Benedikt, Eva og Ragnar Snær. Hlutu þau alls 314,5 stig. Annað liði í stigakeppninni varð lið Top Reiter með 288,5 stig og í því liði eru systkinin Hulda María og Ragnar Bjarki, auk Signýjar Sólar og Sigurðar Baldurs. Þriðja liðið eftir veturinn varð lið Hofsstaða/Sindrastaða með 230 stig en í því liði eru systurnar Guðný Dís og Elva Rún, auk Guðmars Líndal og Eyglóar Hildar.

Gæðingaskeið PP1

Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnhetta frá Hvannstóði Sleipnir 6,79

2 Benedikt Ólafsson Leira-Björk frá Naustum III Hörður 6,54

3 Sveinn Sölvi Petersen Ísabel frá Reykjavík Fákur 6,21

4 Jón Ársæll Bergmann Valka frá Íbishóli Geysir 6,14

5 Sara Dís Snorradóttir Djarfur frá Litla-Hofi Sörli 4,98

6 Herdís Björg Jóhannsdóttir Snædís frá Forsæti II Sprettur 4,50

7 Matthías Sigurðsson Tign frá Fornusöndum Fákur 4,04

8 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Björk frá Barkarstöðum Sprettur 4,00

9 Sigurður Steingrímsson Gjóska frá Kolsholti 3 Geysir 3,96

10 Elva Rún Jónsdóttir Hind frá Dverghamri Sprettur 3,46

11 Sigurbjörg Helgadóttir Hörpurós frá Helgatúni Fákur 3,25

12 Þórey Þula Helgadóttir Sólon frá Völlum Smári 3,17

13 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Bragi frá Skáney Snæfellingur 2,83

14 Friðrik Snær Friðriksson Sleipnir frá Hlíðarbergi Hornfirðingur 2,67

15 Guðný Dís Jónsdóttir Magni frá Efsta-Dal I Sprettur 2,17

16 Kristján Árni Birgisson Máney frá Kanastöðum Geysir 1,08

17 Hrund Ásbjörnsdóttir Heiða frá Austurkoti Fákur 0,88

18 Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir Áróra frá Traðarlandi Sprettur 0,17

19 Hrefna Sif Jónasdóttir Kolbrá frá Hrafnsholti Sleipnir 0,08




Tölt T2

Forkeppni

Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Hekla Rán Hannesdóttir Þoka frá Hamarsey Sprettur 7,23

2 Signý Sól Snorradóttir Rafn frá Melabergi Máni 7,07

3 Anna María Bjarnadóttir Birkir frá Fjalli Geysir 7,00

4 Sigurður Baldur Ríkharðsson Auðdís frá Traðarlandi Sprettur 6,80

5 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Polka frá Tvennu Sprettur 6,40

6-7 Kristín Karlsdóttir Skál frá Skör Borgfirðingur 6,37

6-7 Oddur Carl Arason Tinni frá Laugabóli Hörður 6,37

8 Sigrún Helga Halldórsdóttir Gefjun frá Bjargshóli Fákur 6,10

9 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir Virðing frá Tungu Fákur 6,07

10 Lilja Dögg Ágústsdóttir Sólborg frá Sigurvöllum Geysir 6,03

11 Eva Kærnested Bragur frá Steinnesi Fákur 5,83

12 Kolbrún Sif Sindradóttir Bylur frá Kirkjubæ Sörli 5,77

13 Ragnar Snær Viðarsson Rauðka frá Ketilsstöðum Fákur 5,60

14 Viktoría Von Ragnarsdóttir Nemi frá Grafarkoti Hörður 5,53

15 Dagur Sigurðarson Fold frá Jaðri Geysir 5,50

16 Eydís Ósk Sævarsdóttir Selja frá Vorsabæ Hörður 5,43

17 Arndís Ólafsdóttir Hilda frá Oddhóli Glaður 5,17

18 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir Ísó frá Grafarkoti Sprettur 5,03

19 Kolbrún Katla Halldórsdóttir Sigurrós frá Söðulsholti Borgfirðingur 4,87

20 Hildur Dís Árnadóttir Iðunn frá Efra-Hvoli Fákur 4,80

21 Natalía Rán Leonsdóttir Grafík frá Ólafsbergi Hörður 4,73

22 Selma Leifsdóttir Nóta frá Grímsstöðum Fákur 4,67

23 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Daníel frá Vatnsleysu Þytur 3,63

24 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti Fákur 3,40

B úrslit

Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn

6 Oddur Carl Arason Tinni frá Laugabóli Hörður 6,58

7 Sigrún Helga Halldórsdóttir Gefjun frá Bjargshóli Fákur 6,54

8 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir Virðing frá Tungu Fákur 6,21

9 Kristín Karlsdóttir Skál frá Skör Borgfirðingur 5,58

10 Lilja Dögg Ágústsdóttir Sólborg frá Sigurvöllum Geysir 4,04

A úrslit

Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Signý Sól Snorradóttir Rafn frá Melabergi Máni 7,12

2-3 Hekla Rán Hannesdóttir Þoka frá Hamarsey Sprettur 7,00

2-3 Sigurður Baldur Ríkharðsson Auðdís frá Traðarlandi Sprettur 7,00

4 Anna María Bjarnadóttir Birkir frá Fjalli Geysir 6,92

5 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Polka frá Tvennu Sprettur 6,75




Stjórn Meistaradeildar Líflands og æskunnar þakkar keppendum, aðstandendum, sjálfboðaliðum, Alendis.tv, styrktaraðilum, hestamannafélaginu Fáku og öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg í vetur.

Sjáumst svo bara kát í haust, vonandi laus við allt covid-19 ves!


Helga B

Hilda Karen

Jóna Dís

Siggi Ævars

Svafar



93 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page