Það er óhætt að segja að það hafi verið töltveisla í Lýsishöllinni í Víðidalnum í dag. Fjörutíu og fjórir keppendur í Meistaradeild Líflands og æskunnar kepptu í T1 og nokkuð ljóst að knaparnir hafa lagt mikið í æfingar og þjálfun síðustu misserin.
Eftir forkeppnina stóð Svandís Aitken Sævarsdóttir efst á Fjöður frá Hrísakoti með 7,22, önnur Elva Rún Jónsdóttir á Straumi frá Hofsstöðum, Garðabæ með 6,80 og þriðja Sigurbjörg Helgadóttir á Elvu frá Auðsholtshjáleigu með 6,70.
Í B-úrslitunum voru 6 knapar og þar af voru fjórir með sömu einkunn, 6,50. Þetta voru þau Kristín Eir Hauksdóttir Holaker, Gabríel Liljendal Friðfinnsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir og Ragnar Snær Viðarsson. Efstur inn í úrslitin kom Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson á Polku með 6,57 og önnur inn var Kolbrún Sif Sindradóttir á Hallsteini með 6,53, svo ljóst var að það var mjótt á mununum þarna. B-úrslitin fóru að lokum þannig að þeir Gabríel og Ragnar Snær enduðu hnífjafnir með 6,83.
Svandís var ekkert á því að gefa efsta sætið eftir en Elva Rún kom þó þétt upp að hlið hennar og hlutu þær sömu heildareinkunn að lokum, 7,06 og þurfti því sætaröðun dómara til að skera úr um hver hlyti fyrsta sætið. Eftir að hún lá fyrir varð ljóst að Svandís hlaut fyrsta sætið og hefur hún því unnið þessa grein í deildinni þrjú ár í röð. Geri aðrir betur! Í þriðja sæti varð Apríl Björk Þórisdóttir á Lilju frá Kvistum með 6,89.
Lið Hofsstaða / Ellerts Skúlasonar varð stigahæst í dag með 79 stig, enda þrír liðsmenn þess í úrslitum. Í liðinu eru þær Helena Rán Gunnarsdóttir, Elva Rún Jónsdóttir, Svandís Aitken Sævarsdóttir og Kolbrún Sif Sindradóttir.
Annars eru heildarniðurstöður hér fyrir neðan:
Forkeppni T1 | ||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildarfélag knapa | Einkunn |
1 | Svandís Aitken Sævarsdóttir | Fjöður frá Hrísakoti | Sleipnir | 7,23 |
2 | Elva Rún Jónsdóttir | Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ | Sprettur | 6,80 |
3 | Sigurbjörg Helgadóttir | Elva frá Auðsholtshjáleigu | Fákur | 6,70 |
4 | Apríl Björk Þórisdóttir | Lilja frá Kvistum | Sprettur | 6,67 |
5 | Elísabet Líf Sigvaldadóttir | Fenrir frá Kvistum | Geysir | 6,63 |
6 | Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson | Polka frá Tvennu | Sprettur | 6,57 |
7 | Kolbrún Sif Sindradóttir | Hallsteinn frá Hólum | Sörli | 6,53 |
8-11 | Kristín Eir Hauksdóttir Holake | Þytur frá Skáney | Borgfirðingur | 6,50 |
8-11 | Gabríel Liljendal Friðfinnsson | Kostur frá Þúfu í Landeyjum | Fákur | 6,50 |
8-11 | Ída Mekkín Hlynsdóttir | Marín frá Lækjarbrekku 2 | Hornfirðingur | 6,50 |
8-11 | Ragnar Snær Viðarsson | Fjölnir frá Hólshúsum | Fákur | 6,50 |
12 | Friðrik Snær Friðriksson | Dís frá Bjarnanesi | Jökull | 6,43 |
13 | Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir | Radíus frá Hofsstöðum | Sprettur | 6,40 |
14 | Lilja Rún Sigurjónsdóttir | Sigð frá Syðri-Gegnishólum | Fákur | 6,37 |
15 | Hildur María Jóhannesdóttir | Viðar frá Klauf | Jökull | 6,33 |
16 | Elín Ósk Óskarsdóttir | Sara frá Lækjarbrekku 2 | Hornfirðingur | 6,20 |
17 | Fanndís Helgadóttir | Ötull frá Narfastöðum | Sörli | 6,17 |
18-20 | Eik Elvarsdóttir | Heilun frá Holtabrún | Geysir | 6,00 |
18-20 | Eyvör Vaka Guðmundsdóttir | Bragabót frá Bakkakoti | Geysir | 6,00 |
18-20 | Helena Rán Gunnarsdóttir | Kvartett frá Stóra-Ási | Máni | 6,00 |
21-22 | Selma Dóra Þorsteinsdóttir | Orka frá Búðum | Fákur | 5,93 |
21-22 | Hulda Ingadóttir | Sævar frá Ytri-Skógum | Sprettur | 5,93 |
23 | Camilla Dís Ívarsd. Sampsted | Hvirfill frá Haukagili Hvítársíðu | Fákur | 5,90 |
24-27 | Álfheiður Þóra Ágústsdóttir | Ljósberi frá Vestra-Fíflholti | Jökull | 5,87 |
24-27 | Linda Guðbjörg Friðriksdóttir | Tenór frá Litlu-Sandvík | Geysir | 5,87 |
24-27 | Snæfríður Ásta Jónasdóttir | Liljar frá Varmalandi | Sörli | 5,87 |
24-27 | Dagur Sigurðarson | Brá frá Hildingsbergi | Geysir | 5,87 |
28-29 | Vigdís Anna Hjaltadóttir | Árvakur frá Minni-Borg | Sleipnir | 5,83 |
28-29 | Hrefna Kristín Ómarsdóttir | Kopar frá Álfhólum | Fákur | 5,83 |
30 | Ísabella Helga Játvarðsdóttir | Trausti frá Glæsibæ | Hörður | 5,80 |
31 | Kristín María Kristjánsdóttir | Askur frá Miðkoti | Jökull | 5,77 |
32 | Bertha Liv Bergstað | Segull frá Akureyri | Fákur | 5,67 |
33 | Róbert Darri Edwardsson | Glámur frá Hafnarfirði | Geysir | 5,63 |
34 | Þórhildur Helgadóttir | Rektor frá Melabergi | Fákur | 5,60 |
35 | Hákon Þór Kristinsson | Kolvin frá Langholtsparti | Geysir | 5,50 |
36 | Kristín Karlsdóttir | Kopar frá Klauf | Borgfirðingur | 5,37 |
37 | Fríða Hildur Steinarsdóttir | Þyrnir frá Enni | Geysir | 5,30 |
38 | Viktor Óli Helgason | Hreimur frá Stuðlum | Sleipnir | 5,23 |
39 | Árný Sara Hinriksdóttir | Moli frá Aðalbóli 1 | Sörli | 5,17 |
40 | Haukur Orri Bergmann Heiðarsson | Sigur frá Sunnuhvoli | Snæfellingur | 5,13 |
41-42 | Bjarndís Rut Ragnarsdóttir | Tóney frá Hrísum | Sörli | 4,93 |
41-42 | Elísabet Vaka Guðmundsdóttir | Birta frá Bakkakoti | Geysir | 4,93 |
43 | Unnur Rós Ármannsdóttir | Ástríkur frá Hvammi | Háfeti | 4,70 |
44 | Elsa Kristín Grétarsdóttir | Flygill frá Sólvangi | Sleipnir | 4,50 |
B úrslit | ||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildarfélag knapa | Einkunn |
6-7 | Ragnar Snær Viðarsson | Fjölnir frá Hólshúsum | Fákur | 6,83 |
6-7 | Gabríel Liljendal Friðfinnsson | Kostur frá Þúfu í Landeyjum | Fákur | 6,83 |
8 | Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson | Polka frá Tvennu | Sprettur | 6,61 |
9 | Ída Mekkín Hlynsdóttir | Marín frá Lækjarbrekku 2 | Hornfirðingur | 6,56 |
10 | Kristín Eir Hauksdóttir Holake | Þytur frá Skáney | Borgfirðingur | 6,33 |
11 | Kolbrún Sif Sindradóttir | Hallsteinn frá Hólum | Sörli | 5,61 |
A úrslit | ||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildarfélag knapa | Einkunn |
1-2 | Svandís Aitken Sævarsdóttir | Fjöður frá Hrísakoti | Sleipnir | 7,06 |
1-2 | Elva Rún Jónsdóttir | Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ | Sprettur | 7,06 |
3 | Apríl Björk Þórisdóttir | Lilja frá Kvistum | Sprettur | 6,89 |
4 | Sigurbjörg Helgadóttir | Elva frá Auðsholtshjáleigu | Fákur | 6,83 |
5 | Elísabet Líf Sigvaldadóttir | Fenrir frá Kvistum | Geysir | 6,56 |
Staðan í einstaklingskeppninni eftir 4 greinar:

Staðan í liðakeppninni eftir 4 greinar:



Comments