Svandís sigurvegari gæðingalistarinnar
- Hilda Karen

- Mar 10, 2024
- 1 min read
Updated: Mar 11, 2024
Gæðingalistin fór fram í reiðhöll Harðarfólks í Mosfellsbæ í dag sunnudaginn 10. mars. Gæðingalistinn er skemmtileg og falleg grein þar sem góð reiðmennska og sterkt samspil manns og hests vegur mikið.
Keppendur deildarinnar voru 43 í dag og sáu gestir margar glæsilegar sýningar. Einungis var riðin forkeppni og verðlaunaðir voru tíu efstu knaparnir að henni lokinni.
Það var Svandís Aitken Sævarsdóttir á Huld frá Arabæ sem var sigurvegari dagsins og hlutu þær stöllur 7,13 í einkunn. Í öðru sæti varð Ragnar Snær Viðarsson á Ása frá Hásæti með 7,00 og þriðja Elísabet Líf Sigvaldadóttir á Fenri frá Kvistum með 6,97.
Þrjár dömur úr liði Kambs skipuðu sér í topp 10 sætin í dag og hlaut liðið þeirra liðabikarinn að þessu sinni með 78 stig. Í liði Kambs eru þær Lilja Rún, Elísabet Líf, Eik og Elísabet Vaka.
Stjórn MLÆ þakkar Líflandi fyrir stuðninginn í allan vetur, Deloitte fyrir stuðninginn við gæðingalistina og Blíðubakkahúsinu fyrir að veita keppendum aðgang að upphitunaraðstöðu í dag.
Hér fyrir neðan má sjá heildarniðurstöður dagsins og stöðuna í stigakepnninni eftir þrjú mót af fimm í vetur.

Tíu efstu í Deloitte gæðingalistinni í dag. Svandís og Huld lengst til hægri / HKG
Niðurstöður - gæðingalist




Hér eru dómarablöðin:





Comments