top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Til hamingju keppendur

Þá er fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands & æskunnar afstaðið og gekk að okkar mati frábærlega og bæði reiðmennska og íþróttamennska hjá knöpum og þjálfurum til fyrirmyndar.


Markmið þessarar deildar er að skila knöpum sem fara í gegnum deildina betri knöpum, betri hestamönnum inn í eldri flokkana og hestamennskuna í heild. Það er ekki síður mikilvægt að keppnin og þátttakan í deildinni skili ykkur góðum minningum og sé skemmtileg.


Það er ekki langt síðan að yngri knapar sem voru að keppa erlendis fyrir Íslands hönd höfðu bara aldrei sýnt meistaraflokksprógramm í keppni áður en þau fóru út þar sem þess er krafist.


Hvernig nást markmið? Er hægt að mæla það að árangur sé að nást? Já það er hægt, t.d með samanburði á tölum milli ára, bæði í heild og inní úrslit, og svo höfum við alla tíð látið taka þetta upp svo auðvelt er að skoða fyrri ár.


Almennt gekk fjórgangskeppnin mjög vel, það er án efa að einhverjir knapar eru að skoða á Alendis hvað þeir hefðu getað gert betur,gangskiptingar, stillingar og hraði eru allt atriði sem verður að hafa mjög ofarlega í huga.


Ykkur er velkomið að senda fyrirspurnir til mín og ég skal leita skýringa ef eitthvað vefst fyrir ykkur. Eins ef ykkur vantar upplýsingar um greinar eða útbúnað eða hvað sem á ykkur brennur, sendið endilega fyrirspurn. Svo er gott að fara vel yfir gæðingafimina Stig 2 til undirbúnings fyrir þriðju greinina í deildinni, hún er á lhhestar.is.


En aðalatriðið er að þið voruð frábær og mótið gekk vel fyrir sig. Margir sjálfboðaliðar koma að svona viðburði bæði undirbúningi og framkvæmd. Þar eru drottningarnar Jóna Dís, Helga B og Hilda Karen algjörlega magnaðar, og svo fæ ég að fylgja með. Jonni tók hliðvörsluna með stæl og svo má ekki gleyma styrktaraðilunum Líflandi og Hrímni, öll eiga þau miklar þakkir skyldar.


Höldum áfram að hafa þetta skemmtilegt og uppbyggjandi


Kv, Siggi Ævars


106 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page