top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Útilífstöltið á sunnudaginn

Updated: Mar 8, 2023

Allt heldur áfram sinn vanagang og næsta mót er tölt T1. Opið er fyrir skráningar í Sportfeng og lagalistinn er líka opinn, svo knapar eru hvattir til að henda inn skráningum sem fyrst.


Eins og fyrr, þá hefst mótið kl. 12:oo og verður dagská dagsins svona:

Kl. 11:00 - Knapafundur

Kl. 11:45 - Upphitunarhestur

Kl. 12:00 - 1. - 20. hestur

Kl. 13:00 - 10 mín hlé

Kl. 13:10 - 21. - 40. hestur

Kl. 14:10 - 20 mín hlé

Kl. 14:30 - B-úrslit 6.-10. sæti

Kl. 14:50 - A-úrslit 1.-5. sæti


Tölt T1 fer þannig fram:

Forkeppni:

  1. Keppni hefst á miðri skammhlið, riðinn er einn hringur á hægu tölti upp á hvora hönd sem er. Hægt niður á fet á miðri skammhlið og skipt um hönd.

  2. Riðið er af stað á miðri skammhlið á hægu tölti og riðinn einn hringur með greinilegum hraðabreytingum á langhliðum.

  3. Frá miðri skammhlið er riðinn einn hringur á yfirferðartölti.


Úrslit:

  1. Úrslitaknapar ríða saman samkvæmt fyrirmælum þular. Þeir ríða sama verkefni og framkvæmt er í forkeppni en upp á báðar hendur. Komi til atkvæðagreiðslu um hönd sem knapar ríða fyrst upp á og atkvæði falla jafnt, vegur atkvæði efsta knapa úr forkeppni tvöfalt.

  2. Í úrslitum T1 skal gefa einnar mínútu hlé þegar skipt er um hönd í hraðabreytingum og tveggja mínútu hlé þegar skipt er um hönd á yfirferð. Þulur skal tilkynna knöpum þetta og biðja þá að láta hesta sína feta afslappað þennan tíma.


Kaffihúsið verður opið í reiðhöllinni með frábærar veitingar á boðstólum og MLÆ býður gesti og gangandi velkomna að líta við, fá sér kaffi og kruðerí á kaffihúsinu og kíkja á hestaíþróttamenn framtíðarinnar í keppni um leið.


Spurningar um keppnina: Siggi Ævars

Spurningar um skráningar: Hilda Karen



197 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page