top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Þvílíkt mót!

Þetta nafn er pínu bratt Meistaradeild, en þið knapar sýnduð það svo glæsilega að við stöndum undir nafni og það rækilega. Mótið um síðustu helgi var frábært, stundvísi og íþróttamennska til fyrirmyndar og úrslitin tær snilld. Við megum ekki gleyma því að það eru margir sigrar og stórirunnir í þessari keppni. Knapar sem setja sér markmið um að ná einhverri einkunn, laga hæga töltið, ná betri tökum á hraðabreytingum, eða hver svo sem markmiðin eru. Oft eru markmiðin sett (ættu að vera það) með þjálfaranum og eða foreldrum/forráðamönnum. Enn og aftur hvet ég ykkur til að skoða sýningarnar í Alendis.tv með þessu fólki, þau sjá ekki nema hluta af sýningunni af pöllunum, og þurfa ekki síður en þið að fara yfir hlutina, og þannig vera hvetjandi stuðningsmenn við ykkur og vera með jákvæða uppbyggjandi skoðun á því sem fram fer.


Markmið þessarar deildar er að undirbúa ykkur knapar góðir fyrir farsælan feril í hestamennsku, hvar sem hann mun svo liggja. Þetta ætti að vera markmið allra sem að deildinni koma, að krakkarnir njóti sín á sínum forsendum, komi ánægð út af vellinum og uppfull af áhuga á að gera enn betur næst, leggja inn í reynslubankann og eignist jákvæðar minningar. Um þetta snýst keppni yngri keppenda, læra, njóta og bæta.


Okkur dómurum urðu á mistök með eina sýningu en það er við engan að sakast nema okkur dómara og við og vonandi allir læra af því. En munið að þessi keppni Hjarðartúnstöltið í Meistardeild Æskunnar var frábært mót og skemmtilegt í alla staði. Við þökkum Hjarðartúni fyrir stuðningin og þær í þríeykinu okkar frábæra þær Hilda, Jóna Dís og Helga B keyrðu þetta áfram eins og þeim einum sæmir.


Lokamótið verður gæðingaskeið úti og T2 inni. Við byrjum á gæðingaskeiði, tökum svo matarhlé og klárum svo deildina með glæsibrag inni í reiðhöll. Manni finnst við vera rétt að byrja því allt sem er skemmtilegt líður hratt og svo er bara komið vor og útimótin að byrja. Þar nýtið þið ykkur þessa æfingu sem það er að ríða verkefnin á efsta erfiðleikastigi og ég veit að þið blómstrið í keppnum sumarsins.


Siggi Ævars


133 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page